UM OKKUR

TOG EHF er þjónustu- og leigufyrirtæki sem annast flutninga á vinnuvélum, bílum og öðrum tilfallandi tækjum.

Auk þess leigir TOG stærri tæki til jaðarvegsframkvæmda og mannvirkjagerðar. Aron Þorsteinsson er stofnandi og eigandi Tog og hefur Aron áralanga reynslu af rekstri, umsýslu og útleigu vinnuvéla og flutningi á tækjum.

TOG leggur mikla áherslu á að koma til móts við óskir viðskiptavina og sníða hvert verkefni að þörfum þeirra.

FYRSTA DRÁTTARVÉLIN Á ÍSLANDI

Langafi Arons, Þórður Ásmundsson, keypti fyrstu dráttarvélina sem hingað kom til lands með Gullfossi frá Ameríku árið 1918. Um var að ræða 16 hestafla dráttarvél af gerðinni Avery. Hún gekk fyrir steinolíu og þótti mikið undratæki. Dráttavélin var notuð í jarðvegsvinnu á Akranesi, og átti sinn þátt í uppgangi íslensks landbúnaðar sem átti eftir að breyta miklu í ræktun og framleiðslu matvæla hér á landi.

FYRSTA SKURÐGRAFAN Á ÍSLANDI

Þórður Ásmundsson eignaðist einnig fyrstu skurðgröfuna á Íslandi og var hún af gerðinni Priest Cub. Skurðgrafan tók til starfa í Garðaflóa á Akranesi 1. júní 1942 en frá 1942 til 1944 var grafan lánuð til Akranesbæjar og notuð sem bryggjukrani við löndun. Gagnsemi gröfunnar reyndist mikil strax frá fyrsta degi en hún er nú í geymslu hjá Þjóðminjasafni Íslands.

Þórður langafi Arons, var frumkvöðull á mörgum sviðum. Auk þess þess að flytja inn landbúnaðartæki og vinnutæki var hann útgerðarmaður á Skaganum og átti þar og rak útgerðarfyrirtækið Heimaskaga.

  • Drangahrauni 4, 220 Hafnarfirði
  • Kennitala: 611117-0350
  • VSK Númer: 136998

Aron Þorsteinsson

Framkvæmdastjóri & Eigandi